Notenda og þjónustuskilmálar!

Eftirtaldir skilmálar eiga við um alla þjónustu hjá Bemar, þessu til viðbótar kemur sérákvæði um bókhaldskerfið KashFlow sem Bemar bíður tækniaðstoð við uppsetningar samtengingar og annað því tengt. Bemar ber ekki neina ábyrgð né nokkurt annað því tengt sem tengist hugbúnaðinum. Kerfið er eingöngu tengt Kashflow hvað varðar innviði (ekki Bemar), lagaleg atriði og annað því tengt. Kashflow afhendir Bemar umsjónarborð (veitir aðgang að gögnum Bemar viðskiptavina) til að annast tækniaðstoð við þá sem kjósa að nota okkar aðstoð og tækniþekkingu og greiðir Bemar hefbundið árgjald fyrir hvern notanda til Kashflow (notandi greiðir eitt árgjald til Bemar fyrir notkunn á Kashflow, Bemar þjónustugjald og samtengingargjald eigi það við), notendur hafa aðgang að aðstoð frá Bemar og Kashflow. Hver sem tekur bókhaldskerfið í notkunn samþykkir þessi skilyrði. 

Bemar tekur enga ábyrgð á gögnum sem geymd eru á netþjóni þó svo tekin séu dagleg afturkræf afrit. Engin trygging er veitt fyrir afritun og getur notandi þurft að greiða fyrir endurheimtu á gögnum í sumum tilfellum. Dagleg afritun er tekin af Bemar netþjónum, þrátt fyrir það er aldrei hægt að lofa eða tryggja 100% öryggi á afturkræfni gagna.

Öll notkunn á netþjóninum er á ábyrgð áskrifanda og verði áskrifandi uppvís um ólöglega notkunn verður viðkomandi aðgang lokað. Stranglega er bannað að nota póstþjón fyrir annað en hefbundnar póstsendingar, áskilur Bemar sér rétt til að loka og opna ekki aftur fyrir aðgang sem hefur orðið uppvís að misnotkun á póstþjóni.

Allar áskriftir eru miðaðar við ár og hafi endurnýjun ekki farið fram fyrir eindaga verður áskriftinni lokað eftir 5 daga frá eindaga og gögnum eytt eftir 2 vikur eftir að viðkomandi áskrift rann út. Ath öll aukaþjónusta svo sem bókunarkerfi, föst ip tala og ssl skýrteini renna út 3 dögum eftir áskrifta ár hafi greiðsla fyrir endurnýjun ekki borist. Sé áskrift sagt upp áður en kemur að endurnýjun er engin endurgreiðsla, áskriftin verður opið í þann tíma sem greitt var fyrir. Nýir viðskiptamenn geta sótt um greiðslufrest á 50% af stofnkostnaði í allt að þrjá mánuði (tveir mánuðir er hefbundið), ef loka greiðsla berst ekki innan þess tíma er áskrift lokað þar til gert er upp. Gögnum er eytt eftir ár frá opnun áskriftar hafi greiðsla ekki borist.

Hefbundin heimasíða telst síða með 1 til 2 GB geymslupláss (hægt að stækka og nota sér póst geymslu) og <15GB bandvídd á mánuði (hægt að stækka).

Öll notkunn á hugbúnaði öðrum en þeim sem Bemar leggur til er á ábyrgð viðkomandi notenda. Myndir á heimasíðum eru á ábyrgð léns eiganda. Allur hugbúnaður og tækni sem notuð er fyrir heimasíður vefpóst bókunarkerfi og öll önnur forrit er höfundavarin eign Bemar og eða samstarfsaðila og verða ekki afhend þriðjaaðila né áskrifanda td. ef þjónustu er sagt upp, á einnig við um hefbundnar heimasíður þær eru ekki afhendar til flutnings nema innan Bemar netþjóna.

Varðandi tækniþjónustu tengda bókunarþjónustu td. hótel gistiheimili og bílaleigur þá er Bemar ekki söluaðili heldur hlutlaus tækniþjónusta, hver aðili notar kerfið á sína ábyrgð.

Sólarhrings vöktun er á netþjónum allt árið og er því unnið að uppfærslum og öðru sem kemur upp varðandi netþjóna og póstþjóna þó símasvörum sé lokuð. Símaþjónusta er veitt alla virka daga frá kl. 09:00 til 12:00 og 13:00 til 16:00 í síma 511 1128.

Niðurlag

Áskrifandi hefur lesið og gert sér grein fyrir að þjónustan er veitt eftir bestu getu starfsmanna Bemar án ábyrgðar Bemar og starfsmanna. Áskrifandi fellst á þetta fyrirkomulag og afsalar sér öllum bótakröfum á hendur Bemar og starfsmanna, td. vegna bilana, aðgengisskorts, gagnataps, minnkaðs hraða eða skorts á virkni þeirrar þjónustu sem Bemar veitir.